top of page
Handboltapassinn Leikmenn

ÍSLANDSMEISTARATITILLINN Í HÚFI

Hápunktur handboltatímabilsins er handan við hornið en úrslitakeppnin fer að hefjast þar sem bestu liðin keppa um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppni í Olís deild karla hefst miðvikudaginn 10. apríl en föstudaginn 12. apríl í Olís deild kvenna.

 

Allir leikir úrslitakeppninnar verða sýndir í beinni útsendingu í Handboltapassanum. Síminn mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

 

Áhorf á íslenskan handbolta hefur aukist mikið í ár enda aðgengið að útsendingum frá þessari þjóðaríþrótt aldrei verið betra. Samkvæmt mælingum má gera ráð fyrir að 30.000 – 40.000 áhorfendur hafi verið að horfa á stærstu leikina í deildarkeppninni í vetur og gera má ráð fyrir að áhorfendafjöldinn eigi bara eftir að aukast á meðan úrslitakeppninni stendur.

 

Aldrei hafa jafn margir leikir verið sýndir í beinni útsendingu eða opinni dagskrá og áhorfendur hafa einnig verið þakklátir fyrir útsendingar frá Grill 66 deildum karla og kvenna.

ÍSLENSKI HANDBOLTINN

Allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað.

Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.

Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki sem bætast við á næstunni.

Allir leikir eru aðgengilegir í 2 sólarhringa.

AÐGANGUR

Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum. 

Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.

Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.

ÚTSENDING

Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.

Auk þess þá verður einn leikur í hverri umferð í Olís deild karla og kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Þar fáum við áfram að njóta handboltans án gjalds á fimmtudagskvöldum í Olís deild karla og laugardögum í Olís deild kvenna.

 • Hvar get ég horft á handboltann?
  Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum allar dreifileiðir Símans, hvort sem er snjalltæki, myndlykill eða snjallsjónvarp.
 • Hvað ef ég er ekki viðskiptavinur Símans?
  Handboltapassinn er eingöngu aðgengilegur hjá Símanum, en ef þú ert ekki með myndlykil frá Símanum þá geturðu náð í Sjónvarp Símans appið fyrir öll helstu snjalltæki og horft á Handboltapassann þar gegn mánaðargjaldi sem er aðeins 1.290 kr.
 • Ef ég er með áskrift að Sjónvarpi Símans, er ég þá með Handboltapassann?
  Nei en þú getur tryggt þér áskrift hér á handboltapassinn.is eða inni á siminn.is. Þegar þú færð þér áskrift þá þarf að velja á milli „Fríþjónustu“ eða „Grunnþjónustu“. Ef valin er fríþjónusta er engin aukakostnaður, aðeins er greitt fyrir áskrift að Handboltapassanumsem er aðeins 1.290 kr. á mánuði.
 • Get ég horft á Handboltapassann í öllum tækjum?
  Já. Handboltapassinn er aðgengilegur á myndlykli Símans, í vafra inni á sjonvarp.siminn.is og í gegnum Sjónvarp Símans appið fyrir Android/Apple snjalltæki og Samsung/LG sjónvörp.
 • Hvar kaupi ég Handboltapassann?
  Hnappurinn “Sækja um áskrift” hér að ofan tekur þig beint á sjálfsafgreiðsluvef Símans. Einnig er hægt að hafa beint samband við Símann.
 • Þarf ég að endurræsa myndlykilinn minn til að sjá Handboltapassamöppuna?
  Nei, mappan birtist sjálfkrafa á forsíðu viðmótsins.
 • Hvar finn ég Handboltapassamöppuna?
  Á forsíðu Sjónvarp Símans viðmótsins.
 • Verður áskriftargjald rukkað fyrir sumarmánuðina?
  Ekki verður rukkað fyrir áskriftargjald yfir sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst) og þar með þurfa áskrifendur ekki að segja upp áskriftinni sérstaklega heldur verður hún virkjuð aftur þegar handboltinn fer aftur af stað.
 • Hvernig segi ég upp áskriftinni?
  Hafið samband við Símann ef segja á upp áskriftinni. Ef áskrifandi segir upp áskriftinni þá helst áskriftin inni út þann mánuð sem henni var sagt upp. Greitt er fyrir heilan mánuð í senn.
bottom of page