top of page
Hpassinn_hero_vefur.png
handboltahollin-bg-web.jpg

Handboltahöllin

Hörður Magnússon stýrir nýjum handboltaþætti sem verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldum kl. 20.10. Hann fær með sér úrvalslið fyrrum leikmanna í karla- og kvennaflokki til að greina stöðuna og spá um framhaldið auk þess sem góðir gestir á borð við Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson koma við sögu.

handboltahollin_web.png

Handboltapassinn

Með áskrift að Handboltapassanum getur þú séð alla leiki Olís- og Grill 66-deilda karla og kvenna. Áskriftin kostar aðeins 1.990 kr. á mánuði.

 

Við útsendingar nýtum við sjálfvirkar myndavélar með gervigreind sem skilar spennunni, átökunum og tilþrifunum heim í stofu til þín. Handboltapassinn er aðgengilegur með öllum dreifileiðum Sjónvarps Símans, hvort heldur sem er með myndlykli eða í appinu. Sjónvarp Símans appið er opið öllum, óháð annarri fjarskiptaþjónustu.

 

Samhliða þessu verður einn leikur Olísdeilda bæði karla og kvenna í opinni dagskrá á fimmtudögum og laugardögum í hverri viku og þar verður leikjunum lýst með hefðbundnum hætti. Ekki þarf áskrift að Handboltapassanum til að sjá þær útsendingar.

 

Tryggðu þér Handboltapassann og fylgstu með hörkuleikjum í handboltanum í vetur!

Íslenski handboltinn

Allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað.

Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.

Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki sem bætast við á næstunni.

Allir leikir eru aðgengilegir í 6 vikur.

Aðgangur

Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum.

Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.

Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.

Útsending

Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.

Auk þess þá verður einn leikur í hverri umferð í Olís deild karla og kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Þar fáum við áfram að njóta handboltans án gjalds á fimmtudagskvöldum í Olís deild karla og laugardögum í Olís deild kvenna.

Frequently asked questions
handboltapassinn-logo.png
olis-deildin.png
grill66-deildin.png
bottom of page